Strætó BS hefur verið rekinn með taprekstri undanfarin ár og hafa skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu borgað undir þá tómu vagna sem hringsóla um borgina fram eftir kvöldum fáum til gagns.
Ef unnið væri að fordæmi Akureyringa á höfuðborgarsvæðinu eru allar líkur á því að það almannafé sem nýtt er til að reka strætisvagna kæmi skattgreiðendum í það minnsta að einhverju leyti til góða. Í heimi þar sem birt er hver hamfaraspáin á fætur annarri um afleiðingar gróðurhúsaáhrifa hefur aldrei verið mikilvægara að nýta sér almenningssamgöngur til þess að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda.
Við búum í samfélagi þar sem flestir eru nógu efnaðir til þess að keyra einkabíl, en dag eftir dag keyra þúsundir bíla með bílstjóranum einum farþega sem óumflýjanlega leiðir til þess að umferð verður þyngri og lengri tíma tekur að komast á milli staða.
Sé strætó gerður ókeypis er hvatningin svo sannarlega til staðar, þó án þess að réttur manna til að aka bílum sínum sé skertur. Strætó á höfuðborgarsvæðinu er, eins og málið horfir nú við, deyjandi ferðamáti og sé ekki brugðist við með einhverjum ráðum bráðlega hlýtur þessi bullandi tapstarfsemi að verða lögð niður. Annað væri heimskuleg sóun á fjármunum. Ég legg því til að Reykvíkingar fái þann möguleika að ferðast frítt með strætó í það minnsta til athugunar í nokkra mánuði. Ef það gengur ekki verða örlög reykvískra strætisvagna að halda áfram sínu eilífa farþegalausa hringsóli þar til starfsemin verður lögð niður af augljósum ástæðum. Þá mun taka enn lengri tíma að komast milli staða sökum gífurlegrar umferðar sem er nú þegar byrjuð að sprengja af sér gatnakerfi borgarinnar.
Höfundur er ritstjóri Menntaskólablaðsins Verðandi.
Athugasemdir
Algjörlega sammála þessari grein hjá þér og orð í tíma töluð, þá væri kannski líka hægt að hægja verulega á fjáraustrinum í malbik og steypu...gatnagerðar hítin er gjörsamlega botnlaus og mann nánast svimar af þeim tölum sem það kostar að gera eina sæmilega umferðarslaufu eða að tvöfalda akbrautir...allt til vinnandi að minnka umferðarmassann aðeins. En líklega eru hinir ýmsu verktakar sem sinna þessum málum ekki hrifnir.
Georg P Sveinbjörnsson, 2.4.2007 kl. 21:39
Ég held að tillaga þín verði hunzuð.
Ef þú ferð á heimasíðu strætó sérðu fullt af greinum um starfsemina. Þær eru allar frá 2005.
Kári Harðarson, 3.4.2007 kl. 16:55
Komdu sæll Sindri Freyr það varðar þetta mál sem er þetta Gerum strætó í Reykjavík ókeypis það má alveg gera þetta lika eins og á Akureyri það er lika bara miklu betra að nota hann fritt eins og á Akureyri en þú mátt lika skoða mina heimasiðu sem er www.123.is/jonoskar þar visar ég til þess sama og þú ert að segja frá ÁFRAM SINDRI FREYR VERÐUM BARA SAMAN I ÞESSU MÁLI KÆR KVEÐJA EINN SEM STYÐUR ÞIG 900.000 % I ÞESSU MÁLI
Jón Óskar Ísleifsson, 5.4.2007 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning